Ísland leiðir Norðurlandamót eftir 6 umferðir
laugardagur, 15. mars 2025
Ísland er í efsta sæti á Norðurlandamóti Seniora í bridge eftir sex umferðir af tíu. Hægt er að fylgjast með öllum öllum leikjum á realbridge. Í fyrramálið er fyrsti leikur gegn sterku liði Dana. Í liði Íslands spila Guðmundur Sv. Hermannsson, Björn Eysteinsson, Sverrir Ármannsson, Þorlákur Jónsson, Ragnar Magnússon og Aðalsteinn Jörgensen.