Ársþing
fimmtudagur, 6. mars 2025
Boðað er til ársþings BSI sem haldið verður í Fjölbraut Ármúla 13 apríl klukkan 17.00 eftir að spilamennska lýkur í utanúrslitum Íslandsmótsins í sveitakeppni.
- Þingsetning.
- Kosning fundarstjóra og fundarritara, svo og 3ja manna kjörbréfanefndar.
- Kjörbréf þingfulltrúa athuguð og úrskurðuð.
- Kosning 3ja manna uppstillinganefndar og annarra nefnda ef þurfa þykir.
- Stjórn gefur skýrslu um starfsemi sambandsins frá síðasta þingi.
- Formenn fastanefnda gefa skýrslu um starfsemi nefndanna.
- Reikningar sambandsins lagðir fram með athugasemdum endurskoðenda til úrskurðar.
- Lagabreytingar.
- Kosning aðalstjórnar og varastjórnar samkvæmt 5. grein.
- Kosning löggilts endurskoðanda.
- Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga sambandsins og tveggja til vara, sbr.
- Ákvörðun árgjalds.
- Önnur mál, sem löglega eru fram borin.