Úrslit á World Bridge Tour byrja í fyrramálið

miðvikudagur, 29. janúar 2025

Riðliakeppninni lauk á World Bridge Tour núna í kvöld. Fjórar sveitir spila í úrslitum á morgun. Sveit John McAllister sem í spila ásamt honum Adam Grossack, Ola Rimstedt og Ola Rimstedt. Sveit Saxena sem í spila ásamt honum, Chris Willenken, Migry Zur Campanile, Madhav Dhar, Tom Townsend og Ben Handley-Pritchard. Sveit Edmonds sem í spila ásamt honum, Bas Drijver, Sjoert Brink, Jacek Kalita, Michał Klukowski og Joel Wooldridge, Sveit Black sem í spila ásamt honum David Gold, Simon Hult, Peter Bertheau, Thomas Paske og Simon Cope.

Efst íslensku sveitanna varð Ísland1 í áttunda sæti. Margt jákvætt var á mótinu og ljóst er að um hvalreka er að ræða fyrir okkur að fá svona sterkt mót. Stefán Stefánsson og Helgi Sigurðsson urðu í öðru sæti í bötlernum sem er frábær árangur. Öll pörin í Ísland 1 voru með jákvæðan bötler sem er mjög jákvætt. Grant Thornton var í baráttu framan af móti en gaf eftir undir lokin.

Úrslitin byrja í fyrramálið og við verðum áfram með BBO, Stefán og Inda munu sjá um BBO á morgun. Eins eru allir velkomnir í Hörpu að fylgjast með Bridge á heimsmælakvarða.

Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar