Sveit infoCapital deildarmeistari
Matthias Þorvaldsson tekur við bikar fyrir sigur í 1.deild
Það var alvöru úrslitaleikur milli InfoCapital og Grant Thornton í 1.deild í gær. Grant Thornton byrjaði með 16 impa í carryover vegna sigur gegn InfoCapital í riðlakeppninni.
infoCapital náði stórum sigri í fyrstu lotu en Grant Thornton náði að saxa á forystu InfoCapital jafnt og þétt. Spennan í fjórðu lotu var mikil. InfoCapital hafði fengið 8 impa í sekt frá keppnisstjóra þar sem einn spilara mætti of seint á keppnisstað. En að lokum náði InfoCapital að tryggja sér sigur 140-128.
Í 2.deild áttust við 14 sveitir um 4 laus pláss í 1.deild.
Loka niðurstaðan varð eftirfarandi:
| 1 | 102.03 | Doktorinn |
| 2 | 89.53 | Doblaðir stubbar upp í geim! |
| 3 | 88.88 | Kjaran Gólfbúnaður |
| 4 | 80.63 | Sveit Hjálmars S. Pálssonar |
| 5 | 80.47 | Formaðurinn |
| 6 | 80.28 | Rangæingar |
| 7 | 77.07 | SFG |
| 8 | 73.76 | Sveit Gylfa Pálssonar |
| 9 | 65.12 | Strengir |
| 10 | 56.84 | Hekla |
| 11 | 51.84 | Bara gaman |
| 12 | 45.71 | ML sveitin |
| 13 | 45.39 | Aþena |
| 14 | 42.45 | Læðurnar |
Það er þó sveit Formannsins sem fer upp í 1.deild þar sem sveit Kjaran gólfbúnaðar hafði þegar tryggt sér sæti í 1.deild og spilaði því sem gestasveit. Rangæingar þurftu þó einungis 0,19 stig til að slá út Formanninn.
