Deildarkeppnin spiluð um næstu helgi.
Sveit Grant Thornton hefur tíma til kvölds að velja sér andstæðing í undanúrslitum í 1.deild sem verða spiluð um næstu helgi. Á sama tíma er spiluð 2.deildin en efstu 4 sveitirnar vinna sér inn rétt í 1.deild á næsta ári.
Grant Thornton getur valið milli Tick Cad og Info Capital. Þar sem það er carryover mun Grant Thornton byrja með 16 impa í forystu á InfoCapital en -2 á móti Tick Cad. Sveit Info Capital er samt gríðar sterk og eiga Sigurbjörn Haraldsson eða Matthías Þorvaldsson til góða frá fyrir helgi spilamennsku. Margir eru því á því að Grant Thornton muni frekar velja Tick Cad. Liðið í 2.sæti Betri Frakkar munu síðan spila við það lið sem Gran Thornton velur ekki. Allavega eru mjög spennandi undanúrslit framundan.
Ennþá er hægt að skrá í 2.deild sem er spiluð á sama tíma svo endilega að drífa sig í að skrá sveit.