Þorlákur Jónsson í 4000 stig
Þorlákur Jónsson náði þeim merka áfanga á dögunum að komast upp í 4000 meistarastig. Þorlákur hefur verið einn okkar allra besti spilari gegnum tíðina. Unnið Íslandsmót í sveitakeppni og tvímenning hvort sem það er í opna flokknum eða í parakeppni. Einnig á hann að baki ótal bikarmeistarasigra.
Þorlákur hefur spilað á 26 mótum fyrir Íslands hönd, 12 sinnum á Evrópumóti, 9 sinnun á norðurlandamóti, 2 sinnum á heimsmeistaramóti og 3 sinnum á ólympíumóti. Þorlákur vann ásamt Jóni Baldurssyni 2 sinnum national sveitakeppnina í Bandaríkjunum.
Sinn fyrsta landsleik fyrir íslands spilaði Þorlákur 1977 þegar hann spilaði norðurlandamót í unglingaflokki. Það er reyndar dálítið skemmtilegt að makker hans í því móti var Haukur Ingason sem síðar átti eftir að spila með Þorláki í eldri flokki á Evrópu og Heimsmeistaramóti.
Þorlákur ætlar að eyða helginni til að halda upp á áfangann með að spila með sveit Betri Frakka í deildarkeppninni. Allir velkomnir.