Forsetabridge á Grensás
fimmtudagur, 20. október 2022
Bridge er spilað víða þessa dagana enda mikil vitundarvakning í gangi um bridge. Það er líka spilað á Grensásdeild Landspítalans, þar eru í endurhæfingu "klössun" tveir fyrrverandi forsetar Bridgesambandsins og einnig Sverrir Þórisson. Jafet spilaði við Þorstein Einarsson sem hefur verið makker Jafets til 60 ára, en á myndinni eru Sverrir Þórisson, Þorsteinn Einarsson, Guðmundur Baldursson og Jafet Ólafsson. Hart var barist og þetta verður endurtekið.