Úrslitin á Northern Lights Bridge Festival í sveitakeppni
Það voru heldur betur sviptingar í sveitakeppninni á Northern Lights Bridge Festival sem haldið var til minningar um Gunnar Birgisson núna um helgina.
Í fyrsta sæti varð sveit Sessor með 128.50 stig, en í sveitinni spiluðu Hrannar Erlingsson-Gunnar B. Helgason-Egill D. Brynjólfsson-Ari Konráðsson. Var sveitin í sjöunda sæti eftir fyrri daginn en átti frábæran dag og unnu að lokum góðan sigur.
Í öðru sæti varð sveit Íslensk Landbúnaðar með 119,62 stig en í sveitinni spiluðu Höskuldur Gunnarsson-Gunnar Þ. Gunnarsson-Björn Snorrason-Pálmi Kristmannsson. Var sveitin í toppbaráttu allan tímann.
Í þriðja sæti varð svo sveit Myllunar með 118,49 stig en í þeirri sveit spiluðu Helgi Sigurðsson-Gísli Steingrímsson-Haukur Ingason-Skafti Jónsson
Var mótið mjög glæsilegt í alla staði. Var öll umgjörð til fyrirmyndar og frábær verðlaun. En sigursveitin fékk 750.þúsund í verðlaun, sveit Íslensk Landbúnaðar 500.þúsund og Myllan 190.þúsund.
Er óhætt að segja að úrslitin hafi verið óvænt en þær sveitir sem höfu verið taldar sigurstranglegastar fyrir mótið röðuðu sér í sæti fjögur til átta. En það voru sveitir Lögfræðistofu Íslands ehf, J.E.Skjanna ehf, Hótel Norðurljósa, Jóns Baldurssonar og Grant Thornton.