Dregið í undanúrslit í kvöld

miðvikudagur, 14. september 2022

Grant Thornton vann infoCapital í svakalegum leik í síðasta leik átta liða úrslita í gær 60-47.

Það verður í dregið í undanúrslit í Síðumúlanum fyrir spilamennsku klukkan 19.00. En þær fjórar sveitir sem eru komnar áfram eru Sölufélag Garðyrkjumanna, Formaðurinn, Grant Thornton og J.E. Skjanni ehf.

J.E. Skjanni eru ríkjandi bikarmeistarar og hafa fengið tvo heimsmeistara til liðs við sig fyrir undanúrslitin og líta feykivel út.

Grant Thornton hafa heldur betur lent í erfiðum andstæðingum en liðið hefur bæði unnið Íslandsmeistara Hótel Norðurljós og svo í gær InfoCapital sem var að mörgum talin sigurstranglegasta sveitin í keppninni. Grant Thornton er talin líklegasta sveitin af þeim sem eru komin áfram að vinna bikarinn.

Formaðurinn úr Hafnarfirði hefur komið mjög á óvart og m.a. unnið sterkar sveitir Tick Cad og Bridgefélag Breiðholts. Sveitin er þó talin veikasta sveitin í undanúrslitum.

Sölufélagið hefur átt feykigott mót og spilað mjög þétt. Óvissa er þó um hvernig uppstilling verður um helgina hjá Sölufélaginu og dagsform Sölufélagsins mun skipta miklu máli.

Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar