Bridgeskólinn-frítt fyrir börn og ungmenni

mánudagur, 19. september 2022

Haustönn Bridgeskólans hefst 26. september og er kennt fimm mánudagskvöld frá 19-22 í Síðumúla 37.

Byrjað er alveg frá grunni og farið vel yfir undirstöður Standard-sagnkerfisins. Það er fólk á öllum aldri sem sækir skólann og ekkert mál að mæta stakur/stök. VERÐ: 20 þúsund fyrir manninn.

Það er hins vegar frítt fyrir börn og ungmenni 20 ára og yngri. Það hefur verið að aukast að ungmenni séu að mæta svo endilega ef það er einhver í kringum ykkur sem hefur áhuga að fá til að skrá sig.

Upplýsingar og innritun í síma 898-5427 og í tölvupósti gpa@simnet.is

Reykjavík Bridge Festival

STIG 2 (kerfið): Hefst 28. sept. Fimm miðvikudagskvöld frá 19-22 í Síðumúla 37.

Farið vel yfir uppbyggingu Standard-kerfisins og áframhald sagna eftir opnun og fyrsta svar. Námskeiðið hentar breiðum hópi spilara og ekkert mál að mæta stakur/stök. VERÐ: 20 þúsund fyrir manninn.

Upplýsingar og innritun í síma 898-5427 og í tölvupósti gpa@simnet.is

Bkv. Guðmundur Páll Arnarson