Anna Guðrún Ívarsdóttir ráðin yfirmaður landsliðsmála kvenna
mánudagur, 15. ágúst 2022
Anna G. Ívarsdóttir hefur verið ráðin til að stýra kvennalandsliði Íslands í Bridge. Anna hefur spilað hundruði landsleikja fyrir Ísland en hennar fyrsta Evrópumót var 1993.
Anna er margfaldur íslandsmeistari í sveitakeppni og tvímenningi kvenna og hefur einnig unnið Íslandsmót í paratvímenning og parasveitakeppni.
Það er mikill fengur að Anna sé tilbúin að gefa sig í þetta verkefni fyrir Bridgesambandið og eru miklar vonir bundnar við hennar störf.
Auglýst verður fljótlega eftir áhugasömum pörum í æfingahóp en kvennalandslið verður síðan valið úr þeim hópi eftir áramót.