16.liða úrslit í bikar að klárast

miðvikudagur, 3. ágúst 2022

Leikur J.E.Skjanna  og Frímanns Stefánssonar var æsispennandi.  Eftir 30 spil áttu norðanmenn 18 impa - fjórða lotan var fjörug og mikið skorað. Eftir 40 spil var staðan hnífjöfn og þurfti að framlengja um 4 spil. Þar hafði Skjanni betur og sigraði með 10 impum.

Í gær fór sveit Breytt og Brallað og heimsótti sveit Ríkisféhirðis í Borgarfjörðinn vann öruggan sigur. 

Nú er aðeins eftir einn leikur eftir í 16.liða úrslitum sem verður spilaður næsta fimmtudag í Hafnarfirði þar sem sveit Formannsins mætir Tick Cad. 

Þær sveitir sem eru komnar áfram eru:

Skákfjélagið

SFG

Breytt og Brallað

Bridgefélag Breiðholts

InfoCapital

Grant Thornton

J.E.Skjanni

 

Fyrirliði sér um að senda úrslit á Matthias@bridge.is og sér um að skila gullstigablaði. 

Væri gaman ef það væru teknar myndir og settar á spjallið þegar spilað er.

Reikningsnúmer Bridgesambands Íslands er:
kn:       480169-4769
banki: 115-26-5431
Hver umferð kostar kr. 8.000 og þarf greiðsla að berast fyrir hvern spilaðann leik. 

Ef sveit vill spilagjöf þá þarf að panta hana á netfang spilagjof@bridge.is og kostar hún 2000 kr

Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar