2 leikir búnir í 16.liða úrslitum

laugardagur, 23. júlí 2022

SFG vann Quatro Logos 115-50 í leik sem fór fram á föstudagskvöld. SFG átti 12 impa í hálfleik en gáfu verulega í seinni hálfleik. 

Áður hafði InfoCapital unnið París 158-47 í fyrsta leik 16.liða úrslita. 

Verða því SFG og InfoCapital í pottinum þegar dregið verður í 8.liða úrslit. 

Grant Thornton og Norðurljós ætla að spila næsta fimmtudag og er í skoðun hvort hægt verði að senda út leikinn á BBO. Annar stórleikur verður spilaður á frídegi verslunarmanna þegar J.E.Skjanni fær Frímann Stefánsson í heimsókn. 

Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar