Það var þungt hjá íslensku liðunum í fyrsta leik dagsins

mánudagur, 20. júní 2022

Það var þungt hjá íslensku liðunum í fyrsta leik dagsins.

Í Opna flokknum spilaði Ísland gegn Litháum sem endaði með sigri Litháa 34-22 í impum og 6,72 vinningsstigum til Íslands. Ísland er í 23.sæti og spilar við Ísrael í öðrum leik dagsins.

Í kvenna flokknum spilaði Ísland gegn Spáni og tapaði 30-11 í impum sem þýðir 5,2 vinningsstig til Íslands. Ísland er sem stendur í 16 sæti og spilar við Tyrkland í öðrum leik dagsins.

Í Seniora flokknum spilaði Ísland við Ítalíu og tapaði 34-13 í impum og fékk 4,81 vinningsstig. Er Island í 12 sæti. Í öðrum leik dagsins spilum við gegn Þýskalandi.

Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar