Síðasti dagurinn á morgun
Gengið á EM í ár fer í reynslubankann.
Í opna flokknum spiluðum við I dag gegn Írum sem við fengum 4,81 á móti, Póllandi sem við fengum 3,74 á móti og svo 3,42 á móti Dönum. Erum við í 28.sæti.
Í kvenna flokknum spiluðum við gegn Sviss sem við fengum 14,6 á móti, en svo mætti San Marínó ekki til leiks vegna veikinda og einning var yfirseta. Erum við í 16. sæti.
Í seniora flokknum spiluðum við gegn Írlandi sem við fengum 1,45 á móti, Portúgal sem við fengum 17,45 á móti og Eistlandi sem við fengum 12,03 á móti. Erum við í 12. sæti.
Á morgun eru tvær síðustu umferðirnar og væri gaman að sýna úr hverju við erum gerð og ná góðum úrslitum í lokin. Fyrri leikurinn er spilaður 9:00 og seinni 12:45.