Mun betri seinni leikur í dag

laugardagur, 18. júní 2022

Eftir erfiðan fyrri leik hjá öllum íslensku liðunum í dag gekk mun betur í seinni leiknum.

Íslensku stelpurnar unnu magnaðan 76-17 impa sigur á Ítalíu og fengu 19,93 vinningsstig. Er liðið í 15. sæti.

Í senior flokknum unnum við Noreg 48-18 í impum og fengum 16,73 vinningsstig og erum í 14.sæti.

Í opna flokknum gerðum við jafntefli við Frakkland fengum 9,69 vinningsstig og erum í 23. sæti.