VEL HEPPNUÐ ÁRSHÁTÍÐ

fimmtudagur, 12. maí 2022

Glæsileg árshátíð kvenna var um síðustu helgi, en árshátíð kvenna er haldin hátíðlega á hverju ári. Eins og vanalega var aðsóknin góð, 32 pör mættu til leiks. Árshátíðin glæsilega var haldin á Hótel Íslandi. Að venju var snæddur góður matur og tvímenningur var haldinn. Sigurinn í þeim tvímenningi kom í hlut landsliðsparsins, Maríu Haraldsdóttur Bender og Harpar Faldar Ingólfsdóttur sem skoruðu 61,67% að meðaltali í spili. Annað sætið kom í hlut Guðrúnar Jörgensen og „Aðalheiðar Jörgensen“ (Aðalsteinn Jörgensen) sem komu rétt á hæla þeirra með 61,48% skori. Mjög skammt á eftir þeim voru Svala Pálsdóttir og Dagbjört Hannesdóttir með 61,30% skor. Vinsælt var að Kristján B. Snorrason skemmti gestum með nikkuleik, eins og oft áður. Augljóst var að konurnar skemmtu sér vel á þessu glæsilega kvöldi. Sumarbridge Bridgesambands Íslands á höfuðborgarsvæðinu hófst miðvikudagskvöldið 11. maí. Aðsókn var góð, 24 pör mættu til leiks og búast má við góðri aðsókn áfram.

Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar