Norðurland Eystra með mikla forystu
laugardagur, 21. maí 2022
Norðurland Eystra er með yfirburðastöðu eftir fyrri dag Niceair kjördæmamótsins. Þarf mikið að gerast síðustu 3. umferðirnar til að einhver önnur sveit þjarmi að Norðurlandi Eystra. Aðal spennan á mótinu er um 2.sæti þar sem sveitir Suðurlands, Reykjaness og Vestfjarða eru nánast jafnar.
Staðan eftir 4. umferðir.
Norðurland Eystra með 224,79 stig
Suðurland með 176,09 stig
Reykjanes með 172,68 stig
Vestfirðir með 172,29 stig
Reykjavík með 149,84 stig
Vesturland með 129,65 stig
Norðurland Vestra með 127,6 stig
Austurland með 127,06 stig