Ísland-Danmörk í kvenna
Fyrstu andstæðingar dagsins hjá kvennaliðinu er lið Dana. Liðið hefur átt nokkra góða leiki m.a. á móti Íslandi í fyrri umferðinni.
Það er margt áhugavert við danska liðið, þær komu eins og mörg önnur lið með 2 pör til leiks. Annað parið er Lone Bilde og Helle Rasmussen sem eru reyndir spilarar sem hafa spilað mikið af alþjóðlegum mótum. Þær hafa átt frekar erfitt uppdráttar á þessu móti, en fyrirfram var búist við að þær yrðu akkerispar Dana.
Hitt parið er mjög áhugavert, um er að ræða systurnar Amalie Bune og Sophie Bune. Þær hafa verið að standa sig mjög vel með yngri landsliðum Danmerkur og eru taldar spilarar sem verða akkeri í danska landsliðinu í framtíðinni. Eru þær rétt um tvítugt og eru án efa að öðlast ómetanlega reynslu á þessu móti.
Ég er búinn að ræða mikið við danska fyrirliðann, en það virðist vera lagt mjög mikið upp úr því að landsliðsmenn gefi af sér tilbaka. Hjálpi til við að þjálfa upp yngri spilara og taki þátt í sem flestum mótum heima fyrir enda fyrirmyndir sem eru nauðsynlegar til að byggja upp.