Spennandi mót framundan

miðvikudagur, 20. apríl 2022

Úrslit Íslandsmótsins í sveitakeppni fara fram dagana 21.-24. apríl á Versölum í Ölfusi. Ölfus bauð Bridgesambandinu að úrslitin í sveitakeppninni verði haldin í  Versölum 21.-24. apríl og verður það gert. Það er eitt af markmiðum Bridgesambandsins að kynna bridge um land allt og er það mjög spennandi að fara í samstarf við Ölfus og efla umgjörðina um þetta mót. Tólf sveitir spila til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn. Spiluð verða 64 spil fimmtudaginn 21. apríl og föstudaginn 22. apríl, laugardaginn 23. apríl og sunnudaginn 24. apríl 48 spil. Fyrstu þrjá dagana spila sveitinar raðspilakeppni, 16 spila leiki, allir við alla. Á sunnudeginum spila svo fjórar efstu sveitinar innbyrðis. Sú sveit sem endar efst að þessu loknu er Íslandsmeistari 2022.  Byrjað verður að spila klukkan 10:00 alla dagana og ýmist spilað til 20:10 eða 17:45. Haldin var opin sveitakeppni, vegna Covid ástandsins, eftir samþykkt um spilaform í undanúrslitum á ársþinginu og 12 efstu sveitirnar í þeirri keppni unnu sér rétt til að spila í úrslitakeppninni. Sveit Grant Thornton sýndi styrk sinn í undanúrslitum með því að spila allt mótið á tveimur pörum og enda í efsta sætinu með 162,19 stig sem gerir 13,5 stig og 67,56% að meðaltali í leik. Annars eru margar sveitir líklegar til afreka í úrslitum og margar sveitir skipaðar mönnum sem eru margfaldir Íslandsmeistarar í sveitakeppni. Má nefna að sveitir sem eru líklegar til afreka og eru skipaðar margföldum Íslandsmeisturum, eru: Birkir J. Jónsson, Grant Thornton, Hótel Norðurljós, Info Capital, J.E. Skjanni og Málning. Auk þeirra eru sveitirnar Eyjapeyjar, SFG, Ólijó, Hreint ehf., Tígulsjöan og Hjördís í úrslitum. Sveit Hreint ehf. (frá Akureyri) er flokkuð neðst á styrkleikalistanum en hefur margsinnis komist í úrslitin. Forvitnilegt að sjá hvernig henni gengur.

2022-04-05 Íslandsmót í sveitakeppni úrslit - töfluröð - Match list (bridge.is)

Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar