Ríkjandi meistarar í J.E. Skjanna komnir í forystu
Spennan heldur áfram á Íslandsmótinu í sveitakeppni. Sveit J.E.Skjanna eru komnir á toppinn með 110.32 stig. Í sveit J.E.Skjanna eru Sævar Þorbjörnsson - Þorlákur Jónsson - Júlíus Sigurjónsson - Snorri Karlsson - Karl Sigurhjartarson - Haukur Ingason. Í 2. sæti er sveit Hótel Norðurljósa með 107,17 stig. Grant Thornton eru í 3. sæti með 98.56 stig, InfoCapital í 4. sæti með 96.70. Sveit Birkis Jóns Jónssonar er í 5. sæti með 96.53 eða aðeins 0,17 stigum frá því að komast áfram. Sveit Málningar sem margir voru búnir að afskrifa er allt í einu komin upp í 93.99 stig og er komin í baráttuna um að komast áfram.
Bjarni H Einarsson og Guðmundur Halldór Halldórsson leiða bötlerinn með 1.36 impa og hafa spilað feykivel. Ekki gerir það minna úr afrekinu að Guðmundur kom inn í sveit InfoCapital á síðustu stundu vegna veikinda.