ÓHEPPNI

föstudagur, 1. apríl 2022

Fyrir nokkrum mánuðum var spiluð Evrópukeppni í sveitakeppni. Ísland keppti í þremur flokkum, opnum flokki, kvennaflokki og eldri flokki (Seniors Cup). Kvóti Evrópu var að átta efstu sveitirnar unnu sér rétt til að spila í heimsmeistaramótinu. Það kom fáum á óvart að Íslandi tókst að komast í þennan hóp í flokki eldri spilara. Liðið var mjög sterkt og skipað pörunum Aðalsteini Jörgensen-Ásgeiri Ásbjörnssyni, Þorláki Jónssyni-Hauki Ingasyni og Birni Eysteinssyni-Guðmundi Sveini Hermanssyni. Í byrjun vikunnar hófst heimsmeistaramótið í Ítalíu (Salsomaggiore) og íslenska liðið byrjaði mjög hægt. Tapaði þremur fyrst leikjunum á fyrsta deginum (mótherjarnir voru Þýskaland, Ástralía og Pólland). Útlitið var ekki bjart en næstu daga fór liðinu að ganga betur og var komið í níunda sætið í leik gegn Argentínu (níunda og tíunda sætið voru að spila innbyrðis) í tíundu umferð riðlakeppninnar. Fyrir síðasta spilið í leiknum vorum við 7 impa yfir í leiknum þegar þetta óheppilega spil kom fyrir. Aðalsteinn sat í vestur og sat með ansi sterka hönd. Svo óheppilega vildi til að að Haukur í austur varð sagnhafi í sex gröndum, enda 33 punktar milli handanna. Argentínumaðurinn í suður doblaði eðlilega og tók ÁK í tígli. Vestur var gjafari og AV á hættu.

 

                        10982

                        6543

                        762

                        86

KDG4                                     Á76

ÁD2                                        KG107

G943                                      D5

ÁD                                          KG72

                        53

                        98

                        ÁK108

                        109543

 

Argentínumenn voru svo heppnir að vestur var sagnhafi í 6 gröndum á hinu borðinu. Útspilið var spaðatía og sagnhafi gat tekið tólf slagi á litina fyrir utan tígul. Það kostaði Ísland 17 impa og nokkuð hrap niður töfluna. Pakistanski spilarinn, Zia Mahmood, var svo heppinn, í sínum leik, að vestur opnaði á tveimur gröndum og kerfi andstæðinganna gerði það að verkum að austur sagði þrjá tígla. Zia doblaði (í suður) og vestur varð sagnhafi í sex gröndum. Norður átti auðvelt útspil í tígli og vörnin tók tvo fyrstu slagina. Fjölmargir í sex gröndum unnu þau ef útspilið var ekki í tígli. Fyrstu andstæðingar, daginn eftir (fimmtudagur 31. mars), var mjög sterkt lið Bandaríkjamanna (USA 2). Sá leikur tapaðist naumlega 32-42 (7,32 stig) og þá var Ísland komið niður í tólfta sætið og skuldaði rúm ellefu stig í áttunda sætið. Síðasti leikur fimmtudags var leikur gegn Indlandi, sem var í toppbaráttunni. Sá leikur virðist hafa verið vel spilaður og tapaðist 7-14 í impum, sem gaf Íslandi 7,97 stig. Þegar þessi orð eru skrifuð, var skuldin rúmlega 9 impar í áttunda sætið og var Ísland númer 11.  Riðlakeppnin verður haldið áfram fram á sunnudag. Áttunda sætið er eftirsóknarvert, því að lokinni riðlakeppni fara átta efstu sveitirnar í útsláttarkeppni og úrslitaleikurinn verður föstudaginn 8. apríl og laugardaginn 9. apríl. 

 

Ísak Örn Sigurðsson

Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar