Hótel Norðurljós með forystu

föstudagur, 22. apríl 2022

Hótel Norðurljós eru með nauma forystu með 84.27 stig eftir 6 umferðir á Íslandmótinu í sveitakeppni. Í öðru sæti eru ríkjandi Íslandsmeistarar J.E. Skjanni ehf með 83.93 stig. Þar á eftir koma 3 sveitir allar með rúm 77 stig, sveit Birkis Jóns Jónssonar, sveit  Grant Thornton og sveit InfoCapital. Ljóst er að mikil barátta verður milli þessara 5 sveita sem hafa stungið aðrar sveitir af. Leikur J.E.Skjanna ehf og Birkis Jóns verður næsti leikur á BBO