Hótel Norðurljós Íslandsmeistarar í sveitakeppni 2022

sunnudagur, 24. apríl 2022

YFIRBURÐIR

Fjórar efstu sveitirnar spiluðu til úrslita, eftir tólf sveita riðlakeppni (21.-23.4), á sunnudaginn, 24. apríl. Sveitirnar tóku með sér stigin úr riðlakeppninni og þar stóð sveit Hótel Norðurljósa best.

Spilaðar voru þrjár umferðir, 16 spila leikir og allar fjórar efstu sveitirnar spiluðu innbyrðis. Sveit Grant Thornton gekk ágætlega í fyrstu tveimur leikjunum og staðan var nánast jöfn þegar Hótel Norðurljós og Grant Thornton mættust. Mjög líklegt mátti telja að sú sveit sem ynni leikinn í innbyrðis viðureign þeirra, yrði Íslandsmeistari í sveitakeppni 2022.

Sveit Hótels Norðurljósa gerði leikinn aldrei spennandi. Þeir voru með töluverða forystu, megnið af leiknum og unnu leikinn 42-14 í impum og 16,42-3,58 í vinningsstigum. Sveit Hótels Norðurljósa endaði með 185,55 stig og Grant Thornton náði öðru sætinu með 168,28 stig. Sveit Málningar endaði í þriðja sæti með 163,57 stig.

Einn leikur var alltaf sýndur á netinu á BBO (Bridgebase Online).
Spilarar í sveit Hótels Norðurljósa voru fimm talsins; Hermann Friðriksson, Gunnlaugur Sævarsson, Hlynur Angantýsson, Karl Grétar Karlsson og Kristján Már Gunnarsson. Spilastaður var mjög skemmtilegur, Versalir á Þorlákshöfn.