Bikarinn 2022 - upplýsingar

Reglugerð

Skorkort

Tengiliðalisti

Fyrirliði sér um að senda úrslit á Matthias@bridge.is og sér um að skila gullstigablaði. 

Væri gaman ef það væru teknar myndir og settar á spjallið þegar spilað er

Geiðsla fyrir 1.umferð kr.8000

kt: 480169-4769 banki: 115-26-5431

HÓTEL NORÐURLJÓS Í FORYSTU

fimmtudagur, 21. apríl 2022

Úrslit Íslandsmóts í sveitakeppni í opnum flokki fara fram 21.-24. apríl í Versölum, Ölfusi á Þorlákshöfn. Spilaðar voru í dag fyrstu fjórar umferðirnar af ellefu í riðlakeppninni. Sveit Hótels Norðurljósa er í forystu með 56,55 stig. Sveitin er skipuð Hlyni Angantýssyni, Karli G. Karlssyni, Gunnlaugi Sævarssyni, Kristjáni Má Gunnarssyni og Hermanni Friðrikssyni. Sveitin hefur unnið allar sínar viðureiginir til þessa. Sveit InfoCapital er í öðru sæti með 53,39 stig og núverandi Íslandsmeistarar, J.E. Skjanni í þriðja sæti með 51,41 stig. Sveinn Rúnar Eiríksson og Guðmundur Snorrason í sveit Grant Thornton eru efstir í butlerútreikningi mótsins, hafa skorað 1,5 impa að jafnaði í spili.

Gríðarlega spenna er í mótinu og eru margar sveitir til alls líklegar.