Íslandsmót eldri spilara í tvímenningi og sveitakeppni um næstu helgi
mánudagur, 27. september 2021
Íslandsmót eldri spilara í tvímenningi og sveitakeppni verður haldið um næstu helgi, 2. og 3. október og hefst kl. 10:00 báða dagana. Spiluð verða um 50 spil í hvoru móti fyrir sig.
Aldurstakmark er í mótin en spilarar sem fæddir eru 1961 eða fyrr eru gjaldgengir í mótin.
Keppnisgjaldið er kr. 5.000 á parið og kr. 10.000 fyrir sveitina.
6 sveitir eru skráðar til leiks og 13 pör
skráningu lauk á miðnætti 30.sept