Töfluröð fyrir Úrslit Íslandsmótsins í sveitakeppni klár.
sunnudagur, 7. apríl 2019
Undanúrslitum Íslandsmótsins í sveitakeppn lauk í dag og var
dregið í töfluröð Úrslitanna strax á eftir. Um það sáu Denna, Ómar
O og Þórður I.
Töfluröðin verður þessi.
1 Hreint ehf. 2 TM Selfossi. 3 Wise. 4 Mercury. 5 Sverrir Þórisson.
6 Vestri. 7 Hótel Hamar. 8 Sigurbjörn Þorgeirsson. 9 Doktorinn. 10
Málning. 11 Grant Thornton. 12 J.E. Skjanni ehf.
Úrslitin fara fram 25-28 apríl í Sal Ferðafélags Íslands að Mörkinni 6.