Landsliðskeppni
Eitt mikilvægt verkefni
býður landsliðsins í opnum - og kvennaflokki á næsta ári
Norðurlandsmeistaramótið sem haldið verður í Horsens í Danmörku
dagana 2 og 3 júní. Ákveðið hefur verið að fara með 2 pör í hvorum
flokki og verður keppt um þessi landsliðssæti öll á tveimur helgum
7 og 8. janúar og síðan 4 og 5. mars. Áformað er að spila frá kl.
10.00-17.00 báða dagana, og verða peningaverðlaun veitt fyrir þrjú efstu sætin.
Tvö efstu pörin eftir þessar tvær spilahelgar skipa landslið
Íslands. Verið getur að farið verði með 3 pör á mótið sérstaklega
ef Beltnesku löndin verða með. Landsliðsnefnd velur þá þriðja
parið. Stjórn Bridgesambandsins fær boð um
þátttöku á nokkrum mótum, landsliðsnefnd mun velja pör til þeirrar
þátttöku ef og þegar af verður. Evrópumótið verður í júní 2018 og
hefst undirbúningur upp úr miðju næsta ári. Fyrirkomulag við val á
landsliðum fyrir Evrópumótið verður tilkynnt síðar.
skráning í s. 587 9360 og á bridge@bridge.is