Stórsigur á Hvít Rússum - pistill frá Búdapest
Em - pistill - Dagur 1
Það voru fjórir leikir á dagskrá í dag fyrst var sest niður gegn Hvít- Rússum , því næst voru það gestgjafar Ungverja, þriðji leikurinn var svo gegn Georgíumönnum og seinasti leikur dagsins var gegn Englendingum. Íslendingar eru ekki frægir fyrir að byrja mót vel svo nú gafst tækifæri á að mæta sprækir til leiks eftir að hafa mælt götur Búdapest í gærdag og kannað aðstæður.
Ísland - Hvíta - Rússland. ...
Það voru Magnús og þorlákur og Alli og Birkir sem spiluðu þennan
leik. Þetta var einnig fyrsti EM-leikur Birkis. Bæði pör áttu góðan
leik og náðu sigla feitum vinningi í hús. Lokatölur 19,85 gegn
0,15. Íslenska liðið var í 2. sæti eftir þessa umferð.
Í þessari 1. umferð umferð vann Magnús 4 hjörtu í eftir farandi spili á laglegan hátt. Hann sat í suður með þessa hendi : 1097- K853- AKJ104 -6 og í blindum var J543 - ADG7- 2- KJ8542. Út kom tromp sem Magnús drap í blindum og svínaði strax tígli. Tók nú ÁK í tígli en D kom ekki niður og þá spilaði hann laufi á K sem vestur dúkkað. Nú var eftirleikurinn auðveldur.Magnús víxltrompaði og gaf svo 3 slagi á spaða.
Ísland - Ungverjaland.
Magnús og Þorlákur voru áfram inn á en Þröstur og Svenni skiptu við
Alla og Birki. Leikurinn var jafn og spennandi en að lokum náði
Ísland að murka út 3 impa sigri sem dugði í 10,91 gegn 09,09. Þessi
úrslit dugðu þó til að halda okkur í 3. sæti en afar jafnt var á
milli þjóða.
Ísland - Georgía
Nú fengu Magnús og Þorlákur að hvíla og til að byrja með voru
Georgíumenn heldur með yfirhöndina en svo náði Ísland að jafna en
þá kom swing sem kom Georgíumönnum aftur í forystu en ísland náði
að klóra í bakkann og jafnaði leikinn nánast. Lokatölur 31-36 sem
þýddi 8:52 gegn 11:48 og ísland í 10. Sæti.
Ísland - England
Svenni og Þröstur hvíldu og okkar menn byrjuðu ljómandi vel gegn
Englendinum en þrjú seinustu spil leiksins reyndust liðinu dýr en
þá töpuðust 24 impar og leikurinn 7,71 gegn 12, 29 og Ísland í
13.sæti en mikið var um óvænt úrslit í dag og m.a. fengu Svíar og
Mónakómenn núll stig í einum af leikjum sínum.
En það var margt jákvætt hjá strákunum í dag en vantaði stundum upp á lukkuna en það eru næg stig eftir í pottinum og hér eru allir liðsmenn hressir og ákveðnir í að standa sig á morgun á þjóðhátíðardeginum okkar.