Leikir sunnudagsins 19.júni+ pistill frá EM

laugardagur, 18. júní 2016

EM- pistill Dagur 4

Merkilegt hvað góður nætursvefn og nýr dagur getur gert og það ásamt því að færa sig upp um tvær hæðir á spilastað.

Ísland - Lettland

Strákarnir mættu sprækir í morgunsárið og tóku Lettana í létta kennslustund. Það voru Alli og Birkir og Þröstur og Svenni sem stýrðu spilunum og höfðu í nógu að snúast. Spilin fjörug og segja má að sigurinn góði hafi aðallega unnist í sögnum. Lokatölur 18.66 gegn 1.34 og við það lyfti liðið sér upp í 21. sæti.

Ísland- Finnland

Finnunum hafði gengið ljómandi framan af móti þrátt fyrir að vera einungis fjórir í sveit og voru þegar þarna var komið við sögu í toppbaráttunni. Maggi og Láki mættu á svæðið fyrir Birki og Alla. Leikurinn var fjörugur og náðu Svenni og Þröstur m.a. flottu Lightner dobli. ( sjá link)

http://l.facebook.com/l.php?u=http%3A%2F%2Fwww.eurobridge.org%2Frepository%2Fcompetitions%2F16budapest%2Fmicrosite%2FAsp%2FBoardAcross.asp%3Fqboard%3D007.13..1210&h=gAQHveF4vAQH_PXtI9egyRAbBiX8hEKDz2_46QOwm5-Chpg&enc=AZPS9vI6fzoK9aESdBtLDgVAf-BuwoeyTTM35K19J-Ts9qE0FPPNQzF-R6E9dfhxGPl-fPxFJlrfJbkN0IhSmoP3a548ouzPOwygnh1pg7Zp2tXxsPT7YWvJPzS4kABnhVC1VZXtq4bdc1ddIGFqjVE6rmGgceZ_9b9FJmF2rUi2Kw&s=1

Sagnir gengu 1 lauf (í suður) - 1tígull -1spaði - pass- 2 spaðar - 3 hjörtu - 4 spaðar -pass-pass- Dobl! - passað út. Svenni spilaði út lauf 9 og sagnhafi gerði vel með því að setja lítið. Þröstur trompaði og spilaði hjarta kóng sem Svenni setti drottningu í og nú spilaði hann litlu hjarta yfir á gosann og önnur laufstunga fylgdi í kjölfarið. Einn dán og 200 kall sem bættist við 170 kall frá hinu borðinu þar sem félagarnir Alli og BIrkir höfðu óvænt misst af þessu upplagða geimi.

Leikurinn endaði 12.80 gegn 7.20 íslensku strákunum í vil. Þetta mjakaði liðinu enn upp töfluna og nú vermdu okkar menn 20. sætið.

Ísland - Pólland
Þessi leikur var sýndur á BBO og fengu því margir að fylgjast með. Búist var við hörkuleik enda eru Pólverjar núverandi heimsmeistarar. Alli og Birkir ásamt Magga og Láka spiluðu leikinn sem var í heildina einkar vel spilaður af okkar mönnum sem hreinlega fóru á kostum á köflum þrátt fyrir að byrja á því að gefa 11 impa út í fyrsta spili. Menn sýndu mjög góð tilþrif bæði í vörn og sókn og uppskáru sætan en sanngjarnan sigur 18,77 gegn 1.23. Við þetta færðist liðið enn ofar á töflunni og smellti sér í 18. sætið.

Ísland - Sviss
Lokaleikur dagsins var gegn Sviss. Þröstur og Svenni skiptu við Magga og Láka og þessi leikur var ekki ósvipaðu leiknum gegn Finnum en ísland var þó að skora öllu meira og náði góðu forskoti um miðjan hálfleik en ólukkuleg alslemma sem ekki stóð kostaði liðið 17 impa og gerði það að vrkum að ekki vannst stærri sigur en lokatölurnar voru þó alveg ásættanlegar eða 14,18 stig gegn 5.82 . Góður dagur með fjórum sætum sigrum þýddi það að liðið tyllti sér í 17.sætið með 160,08 stig í 15 leikjum og hefur nú nálgast topp 10 á ný.

Á morgum er annar fjögurra leikja dagur og þá byrja strákarinir gegn Skotum og vonandi verða þeir á skotskónum í þeim leik sem og hinum þremur sem á eftir fylgja. Áfram Ísland !

Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar