Föstudagurinn 24.júní á EM og pistill frá EM
EM pistill Dagur 9
Þetta er næst síðasti pistillinn og mikið hefði ég nú viljað að
hann hefði verið sigurslegnari. En maður getur víst ekki ráðið því
Nýr dagur og Bretarnir búnir að kjósa sig út úr Evrópusambandinu.
Alli og Birkir fengu að kúra aðeins lengur og átta að mæta ferskir
í leik 2. Nokkrar umræður voru um þetta við morgunverðarborðið og
sýndist sitt hverjum.
Ísland Portúgal
Eftir tvo tapleiki í röð var kominn tími á viðsnúning en kannski
voru menn með hugann við ...eitthvað annað en brids svona í
morgunsárið því staðreyndin var sú að leikurinn gegn Portúgal
byrjaði illa og endaði illa. Lokatölur urðu 3.58 stig gegn 16.42 og
liðið í 15. Sæti einu sæti fyrir ofan Finna.
Ísland- Úkraína
Láki og Maggi settust á varamannabekkinn á meðan félagar þeirra
reyndu að stýra liðinu aftur inn á sigurbraut. Ísland leiddi til að
byrja með en þegar líða tók á leikinn sigu Úkraínumenn fram úr
þratt fyrir að íslendingarnir væruekki að gera sig seka um stóra
feila. Lokatölur urðu 8.52 stig gegn 11.48 og fimmtánda sætið vermt
um sinn en nú hafði Finnland skotist fram úr.
Ísland - Írland
Þröstur og Svenni hvíldu og Íland byrjaði illa eins og svo oft áður
í þessu móti með svingi í fyrsta spili. Öðrum megin voru Írarnir
doblaðir í 5 laufum sem stóðu slétt á meðna Írarnir á hinu borðinu
fengu að spila 4 spaða ódoblaða þrjá dán. Stuttu síðar fóru
Íslendingar í frekar bjartsýna slemmu og liðið langt undir til að
byrja með. Þeir náðu þó að klóra aðeins í bakkan og lokatölur urðu
6.03 gegn 13.97og enn sat liðið sem fastast í fimmtánda sætið.
Ísland - Danmörk
Alliog Birkir hvíldu og hinir voru staðráðnir í að tapa ekki 6.
leiknum í röð ( því miður tókst það ekki).Sanir voru einkar
farsælir og okkar menn náðu aldrei neinu taki á leiknum en náu í
lokin að minnka muninn í tíu stig og halda tapinu í 7.20 gegn
12.80. Þessi úrslit þýða að liðið er enn í fimmtánda sæti og
skuldar nú því finnska sem er næsta sæti 7 stig.
Á morgun byrjar spilamennska hálftíma fyrr ( 7:30 á íslenskum tíma) og það er mín einlæga von að strákarnir endi þetta mót með þremur góðum leikjum. Eftir óstuðið í dag eiga þeir inni svolítið stuð á morgun.