EM 23.júni + pistill frá Önnu Þóru
EM- pistill Dagur 8
Ísland - Grikkland
Það voru engar grískar gjafir þegnar í þessum leik sem lauk með
fullum sigri 20-0 fyrir okkar menn. Alli og Birkir ásamt Þresti og
Svenna léku við hvurn sinn fingur og röðuðu inn geimssvingum.
Lokatölur urðu 87-14 og við þetta lyfti liðið sér upp í 14.
Sætið.
Ísland - Færeyjar
Næst var leikið við frændur vora Færeyinga. Þeir höfðu staðið sig
nokkuð vel framan af móti og náð nokkrum athyglisverðum úrslitum
svo þeir voru fyrirfram sýnd veiði en ekki gefin. Alli og Birkir
hvíldu og hinir sáu um að halda útgjöfinni í lágmarki og sigldu
heim flottum sigri 7 impar gegn 55 sem þýddi 18.97 gegn 1.03. Þetta
þokaði liðinu upp um eitt sæti og bara 19 stig upp í hið langþráða
sjöunda sæti.
Ísland - Rússland
Svenni og Þröstur hvíldu þennan leik gegn Rússunum. Ísland byrjaði
vel og leiddi 17-0 eftir spil en eftir það fór heldur að harðna á
dalnum. Ekkert spil var inn það sem eftir var og liðið missti m.a
alslemmu og geim. Þetta þýddi 7 impa tap og 7.97 vinningstig. Þrátt
fyrir tapið þokaðist liðið upp um eitt sæti og vermdi það 12. um
stundarsakir.
Ísland-Holland
Seinasti leikur dagsins var gegn hinu sterka liði Hollands. Maggi
og Láki hvíldu og segja má að leikurinnhafi byrjað með óþægilegum
hvelli þegar okkar menn gáfu út 11 impa í frjálsmelduðu dobluðu
geimi á öðru borðinu og búti sem fór dán á hinu. Hollendingarnir
voru þéttir og gáfu ekkert færi á sér og dobluðu allt sem hægt var
að dobla og þurftu Sveinni og Þröstur m.a. að spila 4 dobluð spil í
leiknum. Þegar viðureigninni lauk sátu íslendingarnir eftir með
sárt ennið og höfðu skorað 5 impa gegn 40. Þetta þýddi 2.55 stig
gegn 17.45 og asskoti leiðinlegur endir á annars stigaríkum
degi.
Þegar tveir spiladagar eru eftir erÍsland í 13. sæti 32 stigum frá því sjöunda. Þetta þýðir að nú er bara að spýta almennilega í lófana og klára mótið með hugrekki og einbeitingu það sem eftir er. Nú er allt að vinna og engu að tapa. Áfram Ísland !