EM 20.júní EM pistill

sunnudagur, 19. júní 2016

EM pistill - Dagur 5

Ísland - Skotland
Fyrsti leikur dagsins var gegn Skotum og Íslendingar héldu áfram góðum dampi frá því í gær og spiluðu vel. Þröstur og Svenni hvíldu fyrsta leikinn og sigldu hinir fjórir heim góðum sigri 17.45 stig gegn 2.55 stigum. Við þetta færðust strákarnir upp í 14. sætið.

...

Ísland - Ísrael
Adam var samt ekki lengi í Paradís eins og sigurgangan var rofin strax í næsta leik. Alli og Birkir hvíldu og hér var það einkum útspilshittnin sem var ekki alveg að gera sig hjá liðinu en það voru einir 3 möguleikar á svingum með "réttu" útspili og eitt sinn var ekki verið í réttu geimi. Þetta þýddi tap upp á 7.97 stig gegn 12.03 og 15. sætið.

Ísland- Spánn

Maggi og Láki fengu hvíld þennan leik og segja má að liðið hafi byrjað með miklum krafti og leiddi 29-5 eftir tíu spil. Þá færðist yfir liðið mikil ógæfa og imparnir ultu út og þegar upp var staðið hafði liðið tapað 33 impum til Spánverjanna. Leikurinn tapaðist 7.45 gegn 12.55 og við það seig liðið niður í júróvisjónsætið.

Ísland - Tékkland
Svenni og Þröstur hvíldu og fóru að tékka á einhverju öðru en Tékkunum. Þessi leikur var afar sveiflukenndur. Ísland byjaði á því að skófla inn slatta af stigum en var fljótt að sturta þeim til baka svo Tékkarnir voru alltaf í humátt á eftir. Að lokum marði Ísland sigur 11.48 stig gegn 8.52. Með sigrinum settist liðið í aftur í 15. Sætið og er nú komið fyrir ofan Finna sem hlýtur að vera ákveðinn léttir fyrir Magga.

Eins og þessi samantekt sýnir voru þó nokkrar sveilur í spilamennsku liðsins í dag en við erum á uppleið og sífellt styttist í toppinn. Á morgun er þriggja leikja dagur en hann er ekki af verri endanum. Andstæðingarnir Frakkar, Austurríki og Mónakó. Frakkaleikurinn verður sýndur á BBO fyrir áhugasama sem vilja taka daginn snemma.

Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar