Undibúningur fyrir landsliðsflokk kvenna

miðvikudagur, 21. október 2015

Nokkur pör hafa sýnt áhuga á að taka þátt í undirbúningi á vali landsliðshóps kvenna í Bridge. Guðmundur Páll mun hafa tvo vinnudaga fyrir hópinn.
Vinnudagar verða sunnudagana 15. nóvember og 13.desember og hefjast kl. 11.00 báða dagana og lokið um kl. 18:00       Skyldumæting                               
Áætlað að það  verði tvær spilahelgar fyrri  (  8 )/9 -10 janúar og síðari  (4 )5-6. mars 2016,
Taka þarf þátt í báðum spilahelgunum 
Þau pör sem verða í tveimur efstu sætunum eftir báðar spilahelgarnar fara sjálfkrafa í landsliðið, landsliðsnefnd velur síðan eitt par. Stefnt er að því að val á landsliðinu liggi fyrir 23. mars 2016 og þá verður líka gefin út æfingaráætlun fyrir landsðshópinn.
Þau pör sem áhuga hafa þurfa að skrá sig á bridge@bridge.is
eða í síma 587 9360 fyrir 19.október n.k.
Skráningarlisti

Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar