SVANNA - GK ER ÍSLANDSMEISTARI Í PARASVEITAKEPPNI
sunnudagur, 7. desember 2014
Íslandsmótið í parasveitakeppni fór fram nú um helgina í húsnæði
Bridgesambands Íslands. Fjórtán sveitir kepptu og spiluðu 13
umferðir með átta spila leikjum. Íslandsmeistarar urðu SVANNA - GK
með 180,26 stig
Hinir nýkrýndu Íslandsmeistarar eru þau Anna Þóra Jónsdóttir-
Guðmundur Snorrason og Svala Kristín Pálsdóttir - Karl Grétar
Karlsson. Öll úrslit má sjá á heimasíðu mótsins.