Framlög til Bridgesambandsins hækka
fimmtudagur, 18. desember 2014
Fjárlög ársins 2015 voru samþykkt á Alþingi þann 16. desember s.l. Framlag til Bridgesambandins hækkar úr 8 mkr í 10 mkr. Þetta eru mjög ánægjuleg tíðindi, en Bridgesambandið mátti lúta miklum niðurskurði í efnahagshruninu. En framlag til Bridgesambandsins árið 2008 var um 13 mkr. Undanfarin fjögur ár hefur það verið um 8-8,5 mkr. Þessari viðbót verður allri varið til kennslu og í útbreiðslustarf og er ekki vanþörf á því að fá yngra fólk til að setjast við bridgeborðið. Vonandi fáum við enn frekari aukningu á komandi árum.
Jafet Ólafsson forseti BSÍ