Íslandsmót í sagnkeppni 2013: Jón og Sigurbjörn unnu!

laugardagur, 7. desember 2013

Jón Baldursson og Sigurbjörn Haraldsson unnu Íslandsmótið í sagnkeppni 2013. Þeir fengu 2440 stig af 3000 mögulegum sem jafngilti 81,5%.  Í 2. sæti aðeins 10 stigum á eftir voru Helgi Sigurðsson og Haukur Ingason. Jafnir í 3ja sæti með 2170 stig voru Stefán Jónsson-Hermann Friðriksson og Ragnar Magnússon-Ómar Olgeirsson.

Alls tóku 14 pör þátt og er Antoni Haraldssyni þakkað fyrir umsjón og skipulagningu keppninnar.

Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar