Íslandsmót í sagnkeppni 2013: Jón og Sigurbjörn unnu!
laugardagur, 7. desember 2013
Jón Baldursson og Sigurbjörn Haraldsson unnu Íslandsmótið í sagnkeppni 2013. Þeir fengu 2440 stig af 3000 mögulegum sem jafngilti 81,5%. Í 2. sæti aðeins 10 stigum á eftir voru Helgi Sigurðsson og Haukur Ingason. Jafnir í 3ja sæti með 2170 stig voru Stefán Jónsson-Hermann Friðriksson og Ragnar Magnússon-Ómar Olgeirsson.
Alls tóku 14 pör þátt og er Antoni Haraldssyni þakkað fyrir umsjón og skipulagningu keppninnar.