Ísland er Norðurlandameistarar í opnum flokki 2013!

sunnudagur, 26. maí 2013

Íslenska landsliðið í opnum flokki tryggði sér Norðurlandatitilinn þrátt fyrir jafntefli í síðasta leik gegn Finnlandi. Forskotið sem liðið var búið að búa til með góðri spilamennsku fyrr í mótinu gerði það að verkum að jafntefli tryggði sigurinn. Danmörk varð í 2. sæti og 3. sæti varð hlutskipti Finnlands.

Íslenska kvennalandsliðið tapaði 64 spila leik um 3ja sætið við Svíþjóð í spennandi leik. Íslensku konurnar enduðu í 4. sæti. Danir unnu kvennaflokkinn og Noregur varð í 2. sæti.

www.bridge.is/nm2013

Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar