Lokamót Sumarbridge: Gísli og Runólfur sigurvegarar!!

laugardagur, 15. september 2012

Gísli Steingrímsson og Runólfur Jónsson unnu lokamót Sumarbridge 2012. Þeir enduðu með 61,3% skor og fengu í verðlaun gjafabréf á tvímenning Bridgehátíðar 2013. Björgvin Már Kristinsson og Sverrir G. Kristinsson enduðu í 2. sæti með 56,5% og fengu að launum gjafabréf á Íslandsmótið í Butler-tvímenning 2012. Sigurjón Harðarson og Sigurður Skagfjörð urðu þriðju með 55,2%. Verðlaun fyrir 3-5. sætið var gjafabréf á Íslandsmótið í einmenning 2012.


Jafnframt voru veitt verðlaun fyrir bronsstigahæstu spilara Sumarbridge 2012. Árni Hannesson og Oddur Hannesson voru bronskóngar Sumarbridge með 237 bronsstig. Halldór Þorvaldsson var í 3. sæti með 231 bronsstig.  Bronsdrottning Sumarbridge var Erla Sigurjónsdóttir með 183 bronsstig. Í 2. sæti var Guðrún Jóhannesdóttir með 146 og Hulda Hjálmarsdóttir endaði í 3. sæti með 96 bronsstig. Öll fengu þau gjafabréf á Íslandsmótið í einmenning 2012.

Heimasíða Sumarbridge

Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar