Auglýst eftir áhugasömum pörum til landsliðsæfinga

miðvikudagur, 19. september 2012

  Í maí 2013 fer fram Norðurlandamót í bridge nú haldið á Íslandi.
Til undirbúnings þessu móti mun Bridgesambandið standa fyrir æfingum fyrir hugsanleg landsliðspör. Auglýst er eftir áhugasömum pörum til æfinga og er frestur til 2. Október til að skrá sig í hópinn á bridge@bridge.is.                           
Æfingar hefjast 5. Október, stefnt er að því að 6-8 pör verði í þessu æfingaprógrammi bæði í karla og kvennaflokki, þ.e 12-16 pör samtals. Alls verða haldin 8 æfingakvöld seinnipart föstudags, með heimavinnu ofl. Yfirumsjón með þjálfunar málum hefur Guðmundur Páll Arnarsson, honum til aðstoðar verða Sveinn Rúnar Eiríksson, Björgvin Kristinsson og Ásgeir Ásbjörnsson, sem og landsliðsnefndin.

Þann 22-24 .febrúar 2013 verður síðan landsliðskeppni, efstu 3 pörin í því móti í hvorum flokki munu skipa landslið Íslands á Norðurlandamótinu.                           
Þessi þjálfara hópur  mun síðan halda áfram æfingum með þeim pörum, sem efst urðu fram að Norðurlandamóti. Búið er að gera vinnuáætlun fyrir þessar æfingar og er hægt að nálgast hana hér

Þátttaka er opin í báða flokka, en Landsliðsnefnd áskilur sér rétt til að velja/hafna pörum til að fá réttan þátttökufjölda.  Þátttökufjöldi verður  12 eða 16 pör.

Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar