Pistill frá EM í dag
miðvikudagur, 20. júní 2012
Spilamennskan hjá íslenska liðinu var slæm í dag, stór töp fyrir
Ítölum og Írum. Írarnir á heimavelli og fjöldi manns að fylgjast
með þeim, það virtist gefa þeim aukinn kraft, en að sama skapi sáum
við aldrei til sólar. Það var þungskýjað hjá hópnum okkar eftir
leikina,og nú þarf að hreinsa hugann fyrir átök morgundagsins,
Þýskaland fyrst, síðan Ísrael og Grikkland. Það verður langur
göngutúr á eftir, Björn er búinn að tilkynna liðið á móti
Þjóðverjum: Jón og Þorlákur, Aðalsteinn og Bjarni.Nú þarf að bretta
upp ermar, við getum ekki átt tvo slæma daga í röð.
kveðja frá Dublin Jafet