Dublin 21.júní
Í síðasta pistli fullyrti ég að íslenska liðið gæti ekki átt tvo slæma daga í röð, það gekk eftir liðið spilaði mjög vel í dag, nú þekktum hvað býr í þessu liði. Fyrst stórsigur á Þjóðverjum 23-7 og síðan góðir sigrar á Israel og Grikkjum 17-13. Samtals 57 stig í hús í dag, það er flott tala. Það var nokkuð þreyttur hópur sem flýtti sér að gera upp spilin búið að spila kl. 19.30 og allir söfnustu saman á mínu herbergi, pöntuðum mat og horfðum á Portúgala vinna sannfærandi sigur í annari EM keppni og enn var verið að fara yfir spil dagsins. Það verður farið snemma í háttinn. Allir staðráðnir að gera jafnvel á morgun, þannig að við þokum okkur aðeins upp á við. Gott gengi íslenska liðsins í dag vakti athygli sérstaklega stórsigur á Þjóðverjum sem eru að berjast í toppsætunum. Á morgun föstudag er það fyrst Búlgaría síðan Tyrkland og endað á vinum okkar Norðmönnum. Hér er búið að rigna vel, ekta Reykvískt veður eins og maður þekkti það hér á árum áður.
með kveðju, Jafet