Fréttir af landsliðsmálum í opna flokknum
Breytingar á landsliðshópi
Vegna persónulegra ástæðan, þá hefur Sigurbjörn Haraldsson orðið að draga sig útúr landsliðshópnum, sem keppa átti á Evrópumótinu í lok júní. Einnig verður sú breyting að Ragnar Hermannsson getur ekki tekið að sér að vera fyrirliði Olympíulandsliðsins. Björn Eysteinsson hefur haft vega og vanda að landsliðsmálum, í samvinnu við stjórn Bridgesambandsins og landsliðsnefnd hefur eftirfarandi verið ákveðið.
Þröstur Ingimarsson kemur inn í landsliðshópinn sem makker með Magnúsi Magnússyni, þeir þekkjast vel, spiluðu saman í landsliðinu hér á árum áður með góðum árangri. Sveinn Eiríksson verður fyrirliði fyrir Olympíuliðið og mun hann ásamt Birni og landsliðsnefnd velja landsliðið sem keppir á Olympíuleikunum (Mind Games), stefnt er að því að það val liggi fyrir um miðjan maí.