Landsliðsmál
Búið er að velja landsliðið í opna flokknum fyrir Evrómumótið í
Dublin 12-23.júní 2012
Björn Eysteinsson hefur verið ráðinn landsliðseinvaldur og mun hann
sjá um þjálfun liðsins ásamt fleirum. Björn mun stýra liðinu á
Evrópumótinu og hefur hann þegar valið sveitina sem fer á mótið, en
hana skipa eftirtalin pör: Jón Baldursson og Þorlákur Jónsson,
Aðalsteinn Jörgensen og Bjarni Einarsson, Magnús E. Magnússon og
Sigurbjörn Haraldsson
Landslið Íslands í bridge mun keppa bæði á Evrópumótinu sem fram fer í Dublin á Írlandi 12.-23. júní og síðan ólympíuleikunum (Mind Games) sem fram fara í Cardiff í Wales 8.-20. ágúst, en ekki er endanlega búið að ákveða liðið sem fer á Mind Games