Svartur sunnudagur
Svartur sunnudagur. Það gekk ekkert upp í spilunum á móti Hollendingum á sunnudag og eftir fyrrihálfleik undanúrslitana er staðan 154 á mmóti 44, á fótboltamáli væri staðan 3-0 Hollendingum í vil. Það þarf allt að ganga upp til að hægt verði að vinna þennan mikla mun upp í dag, mánudag. En það eru 48 spil eftir og sveiflan og spilagyðjan þarf að vera okkur hliðholl. Við sáum það í öðrum undanúrslitaleik að Svíar voru komnir töluvert yfir USA 2 sveitina það breyttist í 5 spilum í röð halaði Bandaríska sveitin inn 37 impa og komst yfir. Þarna stefnir í æsispennandi keppni. Það var farið í langan göngutúr í gærkvöldi, gleyma vonbrigðum sunnudagsins og byggja upp keppnisandann að nýju...Hópurinn sendir bestu kveðjur heim og þakkar fyrir góðan stuðning og góða strauma að heiman...
með kveðju frá Veldhoven Jafet