Markmiðinu náð
Markmiðinu náð, Fyrir mótið var stefnan auðvitað sett á að koma Íslandi í lokaúrslitin það tókst þó tæpt væri, en það spyr enginn að því síðar meir. Þetta var langur og hlykkjóttur vegur, en við fórum allan veginn og erum komin mark. Nú hefst nýtt mót og allt getur gerst. Við höfum séð það að Ísland getur unnið hvaða lið sem er. Hollendingarnir kusu að fá að spila við Ísland, við erum mjög sáttir við, það er mikil pressa á Hollenska liðinu, þeir eru á heimavelli, fjölmiðlapressan er kominn í málið, alltaf þegar vel gengur.
Nú tekur við mikil tör og þá fer að reyna á úthaldið, íslenska liðið er tilbúið í slaginn og eftir fundinn í kvöld (laugardagskvöld) þá er ég hæfilega bjartsýnn á framhaldið. Það getur allt gerst..og við ætlum að láta það gerast okkur í hag..
kveðja frá Veldhoven Jafet