Hlykkjóttur vegur á enda
"Hlykkkjótti vegurinn á enda"...
Íslenska liðið átti góðan seinnihálfleik á móti Hollnadi, en það
dugði ekki til og við erum dottnir úr leik. Það að lenda í 5-8 sæti
í hópíþrótt er ekki slæmt og við getum verið stollt af því.
Bridgeíþróttin á Íslandi stendur hátt á alþjóðlegan mælikvarða. Það
voru í upphafi 130 þjóðir að keppa að þessu markmiði. Við getum
sagt að á Íslandi er það einungis handboltinn sem nær þessu marki
að vera í toppsætunum á alþjóðlega vísu. Eftir leikinn við
Hollendinga fór ég og Björn fyrirliði til fundar við Hollenska
landsliðið þjálfara þess og fyrirliða, færðu þeim bókargjöf, 360
gráður Ísland, við myndum að sjálfsögðu halda með þeim í loka
úrslitunum og óskum þeim góðs gengis. Þeir voru hræðir yfir þessum
kveðjum og hvattningarorðum, við höfum hvergi heyrst minnst á "Ice
save" hér í Hollandi, þannig að orðspor Íslands hefur ekki beðið
hnekki og það hafa margir mynnst á það að þér ætli sér að koma til
Íslands, Icelandair þarf örugglega að fjölga flugferðum frá
Hollandi á næstu árum. Nú tekur við mikið mót fyrir þá sem eru
dottnir út og fjölda annarra sveita "transnational" keppni og okkar
menn taka þátt í henni. Hér er nú mætt fjöldinn allur af nýjum
keppendum og þar má sjá mörg þekkt nöfn....Það er mikil
eftirvænting og spenna í loftinu...með kveðju frá Veldhoven
Jafet