Frábær dagur að baki
Það var ekki litið til baka heldur bætt aðeins í, 60 stig í
húsi, geysilega flottur sigur á Búlgariu sem oft hefur staðið sig
vel á stórmótum. Í útskýringum í stóra salnum var Íslendingum
hrósað fyrir öfluga spilamennsku, stór sveifla þegar Búlgaría fór
einn niður í 6 tíglum, en Jón Baldurs spilaði 6 lauf og fékk alla
slagina. Dagurinn í dag verður erfiður, Holland fyrst, síðan
Ástralía og loks Ísrael. Það er geysilega góð stemming í hópnum og
hún bara eykst þegar við potumst upp töfluna. Mótið fer fram í
geysilega stóru íþrótta og hotel komplexi og auðvelt að villast í
óteljandi göngum, mönnum telst til að þeir labbi innan hús hátt í 2
kílómetra daglega, svo er jafnvel skroppið út á kvöldin og labbað
enn meira til að fá freskt loft í lungun. Allir hressir og
staðráðnir í klára þetta með sóma.
kveðja frá Veldhoven.. Jafet