Frá Veldhoven

fimmtudagur, 27. október 2011

Þjölþjóðlega keppnin hélt áfram í dag og og lauk um miðjan daginn (fimmtudag), íslenska liðið var í góðri stöðu þegar keppnin hófst var í 5. sæti, en ekkert gekk upp í dag og við enduðum keppni í 21. sæti af 152 sterkum sveitum, ekki slæm úrslít en við viljum vera í toppslaggnum en það tókst ekki nú. Úrslita baráttann í algleymingi í Bermunda skálinni, Bandaríki byrjuðu vel en Hollendigar tóku góða sprett í lok dagsins, eru yfir með 22 stig,en þau geta verið fljót að fara. Við höldum með Hollandi að sjálfsögðu. En gleymum því ekki Ísland endaði í 5-8 sæti í stærstu alþjóðlegu bridgekeppninni sem haldin er, það eru góð úrslit fyrir okkur og við skulum vera stolt að því og mætum enn sterkari til leiks á næsta heimsmeistaramóti í bridge. lokakveðja frá íslenskum spilurunum í Veldhoven..       Jafet, forseti Bridgesambandsins

Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar